news

Föstudagsfrétt

12. 01. 2024

Góðan daginn. Í þessari viku var Lubbi að kenna okkur hljóðið Ii/Yy sem er sérhljóði. Þessi vika var mjög róleg og notaleg. Við eyddum þó nokkrum tíma inni vegna veðurs en skemmtum okkur í alls konar innileikjum í staðinn eins og t.d. danspartý á mottunni og stoppdans o.fl. Við kíktum þó aðeins út á þriðjudagin og lékum okkur í rigningunni og skemmtum okkur mjög vel.

Á miðvikudaginn fór lítill hópur niður á bókasafn þar sem það var lesin skemmtileg bók fyrir krakkana og svo fengu þau að skoða sig um og leika sér eftir á.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

© 2016 - Karellen