news

Föstudagsfrétt

05. 01. 2024

Komiði sæl og velkomin aftur á leikskólann. Allir mættu hressir og kátir á miðvikudaginn eftir jólafrí og höfðu fjöldan allan af sögum að segja frá. Við nýttum þessa stuttu viku í að rifja upp efnið sem við lærðum fyrir jólafrí og byrjum svo á nýju efni eftir helgi.

Annars hefur vikan verið mjög róleg og notaleg. Í dag, föstudag, var hattadagur þar sem allir komu með hatt, húfu eða einhvers konar höfuðfat í leikskólann. Þeir voru svo sannarlega fjölbreyttir. Síðan fórum við í hreyfisalinn á hattaball með hinum deildunum og skemmtum okkur konunglega.

Takk fyrir vikuna og sjáumst hress á mánudaginn.

© 2016 - Karellen