news

Föstudagsfrétt

15. 09. 2023

Komið sæl, í þessari viku vorum við að læra Lubbahljóðið Mm, æfðum okkur að skrifa það, segja það og finna orð sem byrja á stafinum Mm. Við héldum líka áfram að æfa söng og sögulestur.

Á mánudaginn fóru Ásta og Björk með tvo hópa til að taka upp grænmeti. Síðan á þriðjudaginn fengum við heimsókn frá nemendum úr Háskóla Íslands.

Í morgun (föstudag) fórum við í vettvangsferð og skoðuðum náttúruna.

Hlökkum til að sjá ykkur eftir helgi.

© 2016 - Karellen