news

Föstudagsfrétt

08. 09. 2023

Komiði sæl öll. Í þessari viku byrjuðum við formlega á Lubbastund þar sem Lubbi fer með okkur yfir alla öll hljóðin í íslenska stafrófinu, samhljóða og sérhljóða, og fyrsti stafurinn/hljóðið okkar er Aa. Við héldum einnig áfram að læra um formin, samsett orð og rím.

Á fimmtudaginn fengum við okkar árlegu heimsókn frá Loga og Glóð. Þau komu með slökkviliðsmanninum Gunnari til að sýna okkur alls konar hluti sem slökkviliðið notar til að slökkva elda. Gunnar sagði okkur frá brunabjöllunni okkar og reykskynjaranum og til hvers þeir þau eru. Börnin lofuðu að minna mömmu og pabba á að það þarf að skipta um rafhlöður í reykskynjurunum okkar heima. Hann fór einnig yfir neyðarútgangana með okkur. Við erum með Loga og Glóð búninga sem við ætlum að prufa með börnunum þar sem þau fara í hlutverk Loga og Glóðar.

Takk fyrir skemmtilega viku og sjáumst hress eftir helgi.

© 2016 - Karellen