Föstudagsfrétt
18. 08. 2023
Hæhæ, þessi vika er búin að vera stútfull af leik og fjöri. Börnin eru búnin að fara í nokkrar vettvangsferðir til að skoða umhverfið og koma til baka með alls konar mismunandi hluti fyrir okkur hin til að skoða. Börnin eru líka búnin að vera í listasmiðjunni með Björk að búa til hálsmen og armbönd. Við erum búin að vera að æfa okkur í ríminu og samsettu orðunum og síðan höfum við eytt miklum tíma úti að leika saman.
Takk fyryr frábæra viku og hlökkum til að hitta ykkur aftur eftir helgi.




