news

Föstudagsfrétt

26. 05. 2023

Komið sæl kæru foreldrar

Nú fer útskriftavikan okkar að klárast og enn eina þriggja daga helgin fer að byrja! Vikan á Spóa var mjög skemmtileg og viðburðarík.

Við viljum byrja á því að segja við ykkur takk kærlega fyrir komuna á fimmtudaginn. Takk fyrir að koma og samgleðjast með okkur á útskriftadegi barnanna. Deildin var stút full af nánustu fólki barnanna og við hefðum ekki viljað hafa það öðruvísi. Okkur fannst börnin standa sig mjög vel með lagaflutninginn sinn, skiljanlegt að það hafi verið smá stress í hópnum en þau eru líka bara sex ára þótt við höldum stundum að þau séu aðeins eldri.

Við héldum smá fund með þeim fyrir nokkrum vikum þar sem þau sögðu okkur hvað þau hafa lært hjá okkur í Skógarás. Við skrifuðum það á töfluna og síðan fengu börnin að skrifa hugtökin á blað. Við höfum verið að vinna mikið með barnasáttmálann í vetur og það sést hér fyrir neðan hvað þau hafa lært mikið um réttindi þeirra sem er mjög ánægjulegt.


Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Kveðja, Spói.

© 2016 - Karellen