news

Föstudagsfrétt

05. 05. 2023

Komið sæl kæru foreldrar

Þessi vika inni á Spóa var afskaplega skemmtileg. Á þriðjudeginum gerðu börnin tvö verkefni, í fyrra verkefninu áttu börnin að skrifa nafnið sitt, skrifa Skógarás, skrifa tölurnar 1-10 og að lokum teikna mynd af sjálfum sér. Seinna verkefnið tengist náttúrunni, þau áttu að teikna mynd af einhverju sem er í náttúrunni.

Við fórum í göngutúr á fimmtudeginum þar sem við löbbuðum að gólfvellinum sem er í nágreninu. Börnin skemmtu sér ótrúlega vel þar sem þau gátu klifrað upp á steina og rúllað sér niður brekku. Skemmtilegt að segja frá því en við báðum börnin að setjast niður á brekkuna og þau gerðu sér lítið fyrir og sátust í beina röð án þess að fá neinar leiðbeiningar um að þau áttu að gera það, þetta sýnir hvað börnin eru ótrúlega dugleg og næst þegar við biðjum börnin um að setjast niður þá ætlumst við til þess að þau sitji í stafrófsröð.

Eins og fram hefur komið í flest öllum okkar föstudagsfréttum þá höfum við verið að vinna hljóð vikunnar. Við ákváðum að vera með verkefni fyrir börnin þar sem við lásum upp eina setningu og þau áttu að skrifa hana niður á blað, oftast fá þau að sjá setninguna sem þau eiga að skrifa en þarna heyrðu þau einungis hljóðin.

Það styttist í útskrift og við vorum með stutt nemendaþing í vikunni þar sem börnin komu með dæmi um það sem þau hafa lært í vetur. Auk þess vorum við með barnaþing fyrir forstofuna okkar á föstudeginum.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi.

Kveðja, Spói

© 2016 - Karellen