Föstudagsfrétt
24. 02. 2023
Komið þið sæll kæru foreldrar
Vikan á Spóa var afskaplega skemmtileg. Á mánudaginn þá var Bolludagur og börnin fengu bollur í nónhressingu, á þriðjudaginn var sprengjudagur og þá fengu börnin saltkjöt og baunir, á miðvikudaginn var öskudagur og voru öll börnin í búningum og fóru í hreyfisalinn að slá köttinn úr tunnuni

Hljóð vikunnar hjá Lubba er Rr það sem börnin lærðu er að hljóðin r er samhljóð og dregur vin með sér.
Börnin gerðu ýmis verkefni sem tengdust hljóði vikunnar, td teiknuðu mynd af risaeðlu. Hljóð næstu viku er Ðð, í orðaspjalli verður farið yfir eftirfarandi orð: fjöður og kuðungur
Börnin eru byrjuð að undirbúa sig fyrir listahátiðina í þessari viku bjuggu börnin til skordýr úr pappamassa

Afmælis barn var í þessari viku, hún Zuzanna varð 5 ára og var haldið upp á það
Takk fyrir vikuna sjáumst á mánudag