news

Föstudagsfrétt

17. 02. 2023

Komið sæl kæru foreldrar,

Í þessari viku fórum við í eina vettvangsferð þar sem við löbbuðum inn í matvörubúðina Krónuna með það markmið að skoða hversu mikið af matvörum og öðru dóti er í plast umbúðum. Niðurstaðan var sú að mest megnis af matvörunum voru því miður í plast umbúðum. Við erum alltaf að reyna kynna börnum fyrir náttúrunni og hvað það er mikilvægt að hugsa um umhverfið okkar. Því var þessi vettvangsferð mjög gagnleg og fræðandi fyrir börnin. Við kíktum síðan í húsasmiðjuna og sungum lag fyrir starfsmann sem heitir Óli.

Við erum alltaf að reyna bæta stærðfræði inn í starfið okkar, í þessari viku vorum við með leir og numicon til að efla stærðfræðina hjá börnunum. Ásamt því voru perlur í boði. Það var dustað rykið af einingakubbunum í byrjun vikunnar og við ætlum að nýta þá meira til að efla stærðfræði hæfni barnanna.

Hljóð vikunnar hjá Lubba var Þ,þ. Börnin gerðu nokkur verkefni sem tengdust hljóði vikunnar. Þessi verkefni voru m.a. að skrifa stóra og litla þ, „þotan þýtur til Þýskalands“, „þríburarnir Þórhildur, Þórbergur og Þengill“. Börnin eru orðin svo afskaplega klár að skrifa þannig við höfðum setningarnar aðeins meira krefjandi þessa vikuna. Þau teiknuðu mynd af þríburunum og áttu að strika undir öll Þ sem þau sáu á töflunni. Lubbi fór í langt ferðalag þessa vikuna, hann byrjaði á því að fara til Þorlákshafnar en síðan ákvað hann að fara til Þýskalands. Á nokkrum vikum hefur Lubbi farið tvisvar sinnum til útlanda. Hann hefur farið víðsvegar um landið síðan í september 2022 en hann er mest megnis bara á suð-vesturhorninu.

Börnin fengu eina spurningu sem var svona: Aþenu þykir appelsínuþykkni þokkalega gott, hvað eru mörg Þ í því? Börnin svöruðu að það væru 4 þ í setningunni.

Hljóð næstu viku er R, r. Haldið þið að Lubbi fari aftur til útlanda? Kannski til Rómar eða Rúmeníu, það kemur allt í ljós í næstu viku. Í oðraspjalli förum við yfir eftirfarandi orð:

Reikað um – labba um

Ráfað um reykjanesið – labba um reykjanesið

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi

- Spói

© 2016 - Karellen