news

Föstudagsfrétt

07. 10. 2022

Komið sæl kæru foreldrar,

Fyrsta vikan í október er nú búin, þar sem það er byrjað að kólna þá biðjum við ykkur foreldra um að koma með kuldagalla í leikskólann í næstu viku.

Við fórum í eina vettvangsferð á þriðjudaginn með hálfan hópinn, það var ekkert plan fyrir þessa vettvangsferð og fengu börnin að leika sér í grjótum sem voru í nágreninu, en það reynir nú á hreyfifærni þeirra og hugmyndaflugið þegar þau fá að leika sér frjálst í gjótum og steinum, við urðum meðal annars vitni að lögguleik hjá einu barni sem var að reyna flýja lögregluna.

Á fimmtudaginn voru Skógarás leikarnir 2022 og mikil skemmtun var í gangi á yngra og eldra leiksvæðinu. Skógarás leikarnir lýsa sér þannig að Ásta Katrín er búin að skipuleggja nokkrar leikstöðvar á útisvæðinu og börnin flakka á milli og ráða hvað þau vilja prófa. Þetta heppnaðist vel og við vorum mjög heppin með veður.


Við byrjuðum á nýrri bók í vikunni sem heitir Skrímslin í Hraunlandi – sagan um vináttu, þetta er samvinnuverkefni okkar, leikskólanum Velli og Háaleitisskóla. Bókin var vinsæl inni á deild og við byrjuðum á skemmtilegu verkefni þar sem börninbjuggu sjálf til skrímsli með pappír og skærum og teiknuðu myndir af skrímsli sem var í bókinni. Við erum með landakort inni á deildinni og við festum hvert skrímsli við heimabæ sinn þannig börnin vita hvar hvert skrímsli á heima. Við tókum þá eftir því að skrímslin búa öll á suðvestur horninu. Í lubba erum við að skoða hvert Lubbi fer í hverri viku og þá eru börnin einnig að læra áttirnar, þ.e. að Akureyri er fyrir norðan, Neskaupsstaður er fyrir austan, Bolungarvík er fyrir vestan.

Hljóð vikunnar var Dd. Lesið var fyrir sögu úr lubbabókinni, sungið var um hljóðið Dd, þau lærði að D er samhljóði. Þau fengu að kíkja í D pokann sem innihelt helling af skemmtilegu hlutum sem byrjar á D. Í byrjum þessara viku fór Lubbi til Dalvíkur en hvert ætli hann fari í næstu viku? Hljóð næstu viku er Íí – Ýý. Í orðaspjalli í næstu viku munum við spjalla um eftirfarandi orð:

Íshús – Samsett orð. Hús sem er búið til úr ís / klaka

Ískaldan – Samset orð. Mjög kalt.

Á fimmtudag og föstudag í næstu viku verða foreldraviðtöl, það er komið blað inni í forstofu þar sem þið foreldrar skráið ykkur sjálf í viðtal.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi

- Spói

© 2016 - Karellen