news

Föstudagsfrétt

16. 09. 2022

Komið sæl kæru foreldrar,

Ýmislegt var gert þessa vikuna inni á Spóa. Á mánudaginn fengum við heimsókn frá Loga og Glóð sem eru í slökkviliðinu. Sú heimsókn var mjög skemmtileg og fræðandi fyrir krakkana, þau fengu fræðslu um hvað á að gera þegar brunabjallan byrjar að hringja, hvers vegna það er mikilvægt að hafa slökkvitæki sýnilegt, krakkarnir voru það heppin að þau fengu að sjá allan fatnaðinn sem slökkviliðsmenn þurfa að fara í þegar þeir fara í útkall og að lokum fengu þau að prófa að halda á vatnsbyssu sem slökkviliðið átti.

Yndislegi Indjánadagurinn okkar var síðan á miðvikudeginum og við vorum aldeilis ánægð með þetta ævintýri. Hver veit hvaða ævintýri við förum í næst!

Hljóð vikunnar í næstu viku er B. Í lubbastundum okkar erum við með orðaspjall þar sem við ræðum þýðingu á nokkrum orðum sem koma fyrir í Lubba bókinni okkar. Orðin sem munu koma fyrir í orðaspjalli okkar í næstu viku er:

Blæjalogn -> Stillt veður með engum vindi

Biðukollur -> Hnöttótt höfuð fífils, alsett fæjum

Blöðruselur -> Það er íshafsselur í Norður - Atlandshafi

Á föstudag var boðið okkur að fara með Lóu krökkunum í hreyfisalinn og leika saman. Krakkarnir neituðu ekki að fara hoppa og skoppa í hreyfisalnum. Þar sem þau voru mjög mörg í hreyfisalnum saman þá reyndi það mikið á þolinmæði og að kunna að bíða í röð og skiptast á.

Takk fyrir vikuna og eigið góða helgi!

- Spói

© 2016 - Karellen