news

Föstudagsfrétt

27. 05. 2022

Góðan daginn og gleðilegan föstudag, hörku vika að baki og var rosa gaman hjá okkur. Byrjuðum vikuna á myndatöku af útskriftahópnum, þau voru öll svo rosalega sæt og komu með spari brosið. Þriðjudaginn fór skólahópur í útskriftaferð og er hægt að lesa meira um þá ferð í frétt sem við skrifuðum um ferðinna en bara smá brot þá byrjuðum við í þekkingarsetrinu í Sandgerði, skoðuðum alveg allt þar inni og vorum alveg til hádegis og borðuðum þar, fórum svo í Garðinn að leika á skólasvæðinu og komum svo fljótlega aftur uppí leikskóla og voru allir bara uppgefnir eftir ferðinna enda rosalega skemmtileg ferð. Miðvikudagur var dóta dagur og máttu krakkarnir koma með eitt dót af heiman, það var svo sannarlega leikið sér mikið þann dag, yngri krakkar deildarinnar eða framtíðar skólahópur fóru að sækja mold og fengu svo að gróðursetja kartöflur hérna inn á skólalóðinni sem svo vanandi getum við borðað seinna. Föstudeginum var svo eitt mikið úti því við fengum rosalega gott veður og líka í frjálsum leik inni sem var bara mjög fínt enda seinasti dagur skólahóps á spóa því eftir daginn í dag eru þau kominn á lunda sem er sumardeild skólahóps og er hún staðsett í listasmiðjunni og viljum við héðan í frá að þeim sé skilað þangað og sótt þar. Takk fyrir þessa frábæru og skemmtilegu viku, sjáumst hress í þeirri næstu. :)

© 2016 - Karellen