news

Föstudagsfrétt

06. 05. 2022

Það var sannkölluð umferðavika og voru krakkarnir að læra mikið um umferðinna þannig að þau sem eru að fara í grunnskóla kunna núna reglurnar alveg pottþétt. krakkarnir gerðu myndir sem stóð á að það ÆTTI!! að slökkva á bílnum þegar það er farið með krakkana inn. Við gerðum líka smá könnun þar sem nokkrir krakkar í skólahóp fóru snemma út með kennara að athuga hvort að allir slökktu á bílnum sínum, spenntu beltin og voru með krakkana í barnastóll. Allir stóðust prófið með fulthús stiga, við svo fórum að tala við krakkana um niður stöðurnar vissu krakkarnir alveg að það ættu allir að fara í belti og vissu hversu mikilvægt það er ef eitthvað gerist. Á fimmtudaginn var stór dagur fyrir alla á leikskólanum því við á elstu deild vorum að hjálpa öllum hinum krökkunum á leikskólunum að fara yfir gangbraut og gerðu þau stopp merki til þess að stýra umferðinni á meðan börninn færu yfir gangbrautina á öruggan og réttan hátt og gekk það bara eins og í sögu og stóðu sig allir mjög vel.

Skólahópur fór í Nettóhöllina á fótboltaæfingu á meðan að yngri hópur fór á bókasafnið að hlusta á sögu og prýla aðeins á klifurveggnum sem er þar inni.

Föstudagurinn var rosalega skemmtilegur fyrir framtíðar skólahópinn því þau fóru á listahátíð barnanna með yngri deildinni Lóu og voru þau öll til fyrirmyndar að fara eftir reglunum að það mætti ekki snerta neitt.

Takk fyrir vikuna og sjáumst hress í þeirri næstu.

© 2016 - Karellen