news

Föstudagsfrétt

07. 01. 2022

Góðan daginn, gleðilegan föstudag og gleðilegt nýtt ár, við byrjuðum vikuna á göngutúr um svæðið okkar og gerðu krakkarnir alskyns æfingar í ferðinni því það verða engir íþróttartímar í smá tíma. Rosalega skemmtilegt veður í vikunni þannig við héldum okkur mikið innandyra, við vorum með Græn fána fund þar sem við vorum að tala um rafmagn, hversu mikið af rafmagni við erum að nota á leikskólanum, hvaðan rafmagnið kemur og hvernig við getum mínkað rafmagns notkun, svo vorum við með annan fund næsta dag þar sem við fórum yfir landverða gátlistann og þar er talað um næstum allt tengt betra umhverfi og eru allskyns spurningar eins og ,,hvar er grænatunnan‘‘, ,,slökkvum við ljósið þegar við förum úr herberginu‘‘ og allskyns svona spurningar sem krakkarnir tóku vel í og sýndu mikinn áhuga. Takk fyrir vikuna og sjáumst í þeirri næstu.

© 2016 - Karellen