news

Fimmtudagsfrétt

22. 09. 2022

Komið sæl kæru foreldrar,

Þar sem það er starfsdagur á morgun, þá kemur fimmtudagfrétt þessa vikuna. Í þessari viku var farið í tvær vettvangsferðir, fyrri hópurinn fór á þriðjudaginn og sá seinni á miðvikudaginn. Við ákváðum að labba að Hjallastefnuleikskólanum Velli sem er í nágreninu okkar og reyna fá hugmyndir um hvernig við getum betrumbætt útisvæðið á leikskólanum okkar. Hugmyndirnar sem börnin fengu eftir að hafa skoðað útisvæðið hjá leikskólanum Velli var m.a. að fá útieldhús og lest.

Á miðvikudaginn byrjuðum við á nýju föndurverkefni en þar fengu börnin að búa til hús og fengu síðan að skreyta húsið og umhverfið í kringum húsið með trélitum. Í þessu verkefni byrjuðu börnin á því að velja sér hvernig lit húsið þeirra á að vera, klippa það út og líma það á A4 blað, þegar húsið er tilbúið áttu þau að velja sér hvernig lit þakið þeirra á að vera, klippa það út og líma á A4 blaðið, þegar þakið er komið á áttu þau að velja sér hvernig lit glugginn og útidyrahurðin á að vera, klippa það út og líma það á A4 blaðið. Þetta verkefni reyndi á fínhreyfingar þeirra og hugmyndaflugið. Það eru ekki allir búnir að klára sína mynd en þau munu klára í næstu viku.

Okkur þykir mjög vænt um hvað börnin á Spóa eru orðin dugleg og hugmyndarík þegar kemur að leik með holukubbum og einingakubbum. Í þessari viku bjuggu þau til svo fallegt kósý herbergi og fengu tvö teppi til að minnka birtuna inni í kósý herberginu.

Í þessari viku lærðum við hljóðið Bb, lesið var fyrir þau sögu úr Lubbabókinni, sungið var lagið um hljóðið Bb, þau lærðu að hljóðið B er samhljóði, en þá tekur hljóðið með sér vin. Börnin skrifuðu bæði stórt og lítið B, blæjalogn og Bubbi í einni Lubbastund. Í byrjun þessara viku fór Lubbi til Bolungarvík en hvert ætli hann fari í næstu viku? Hljóð næstu viku er Nn. Í orðaspjalli næstu viku munum við spjalla um eftirfarandi orð:

Að njóta náttúrunnar -> hagnast á náttúrunni, nýta góðs af.

Að kanna -> Að athuga, skoða. Hér verður spjallað hvers vegna það eru tvö n í kanna.

Norræna húsið -> Það er hús í Reykjavík sem norrænar þjóðir nýta til góða verka.

Ekki var það fleira þessa vikuna, eigið góða helgi og sjáumst hress á mánudaginn!

Kær kveðja,

Spói

© 2016 - Karellen