Heilsuleikskólinn Skógarás fékk viðurkenningu Landverndar um að vera Skóli á grænni grein árið 2010. Á 7 ára starfsafmæli leikskólans árið 2015 fengum við að flagga Grænfánanum sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir árangursríka fræðslu í umhverfismálum og náttúruvernd í fyrsta sinn.

Skólar á grænni grein (Eco-Schools) eru alþjóðlegt verkefni sem menntar milljónir nemenda í 67 löndum víðsvegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða.

Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefa ferli

Umhverfissáttmáli skólans er að sjálfsögðu í leikskólavafningi og kom ekki annað til greina en að leita í mannauð skólans með útfærslu á honum, niðurstaðan var því að saminn var texti af hugmyndaríkum kennurum og nemendum og er hann sunginn við lagið „Gamli Nói“. Með þessu eiga allir mun auðveldara með að læra sáttmálann og muna eftir honum.:

Allir ganga, allir ganga

frá rusl´á réttan stað.

Setja niður plöntur,

ganga vel um dótið.

Ekki gleyma, ekki gleyma

að hugs´um umhverfið


Grænfánaumsókn 2015

Grænfánaumsókn 2017



© 2016 - Karellen