Föstudagsfrétt

22. 03. 2019

Föstudagsfrétt 22. Mars

Í þessari viku hefur hann Lubbi okkar verið að kenna okkur allt um stafinn Gg, en hann er samhljóði því hann tekur félaga með sér.

Blái hópurinn hefur verið í málörvun hjá Guðríði. Græni hópurinn var hjá Ingu í stærðfræði og appelsínuguli hópurinn var hjá Halldóru í hreyfisalnum.

Á þriðjudeginum skelltu elsti árgangurinn sér í heimsókn í Háaleitisskóla og hittu þar nokkra gamla félaga. Á miðvikudaginn voru síðan nokkrir Spóar sem fengu að fara í heimsókn niður á bókasafn með nokkrum vinum frá Lóu.

Í morgun skoðuðum við ónýtan körfubolta sem hafði sprungið og krakkarnir komu með hugmyndir hvað hefði skeð fyrir boltann.

Góða helgi!


© 2016 - Karellen