news

Velkomin aftur

14. 08. 2020

Nú er fyrsta vikan eftir sumarfrí liðin og allt að komast á sinn stað. Gamlir og nýjir vinir að hittast.

Til að fagna því héldum við sameiginlega söngstund í hreyfisalnum. Við erum svo heppin að hafa fengið hana Hafdísi til starfa hjá okkur, en hún kann að spila á gítar, og spilaði því undir.

Til þess að hafa þetta alvöru tónleika settum við upp svið fyrir Hafdísi og börnin sungu hástöfum með öllum lögum.

Við erum mjög spennt fyrir komandi vetri!

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

© 2016 - Karellen