Uppeldi barna með ADHD - foreldrafærninámskeið

10. 01. 2019

Reykjanesbær býður uppá færninámskeið fyrir foreldra barna sem hafa hamlandi einkenni ofvirkni og/eða athyglisbrest (ADHD) samkvæmt formlegri skimun eða fullnaðargreiningu. Efni námskeiðisins hentar best fyrir foreldra barna á aldrinum 5-12 ára, sem ekki hafa margar eða flóknar fylgiraskanir

Tilgangurinn er að fræða foreldra um áhrif ADHD á tilveru barna og styðja þá í að tileinka sér uppeldisaðferðir sem henta börnum með ADHD. Foreldrar skoða núverandi stöðu, gera áætlanir og framfylgja þeim til að taka á eða fyrirbyggja ýmsan vanda sem algengt er að upp komi. Markmiðið r að foreldrar læri hagnýtar og sannreyndar aðferðir sem nýtast þeim til lengri tíma.

Námskeiðið ver alls sex skipti, tvær klukkustundir í senn. Fyrstu fimm skiptin eru vikulega, en svo líða tvær vikur fyrir lokatímann. Kennt er á miðvikudögum á tímabilinu 30.janúar til 13.mars. Námskeiðið er haldið í Fjölskyldusetrinu við Skólaveg 1. Leiðbeinendur eru Hulda María Einarsdóttir og Kristín Guðrún Reynisdóttir sálfræðingar.

Tímasetningar:

30.janúar kl.17.00-19.00

6.febrúar kl.17.00-19.00

13.febrúar kl.17.00-19.00

20.febrúar kl.17.00-19.00

27.febrúar kl.17.00-19.00

13.mars kl.17.00-19.00

Námskeiðið er niðurgreitt að stærstum hluta af skólaþjónustu Reykjanesbæjar og er því hlutur pars: 10.000kr. og einstaklings: 8.000kr. Greiða þarf námskeiðisgjald minnst viku fyrir upphaf námskeiðis. Hægt er að greiða með því að millifæra á reikning nr. 0121-26-000001, kt.470794-2169 með skýringunni: Uppeldi barna með ADHD. Kvittun greiðslu skal senda á netfangið: einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is

Upplýsingar um námskeiðið eru aðgengilegar á vef bæjarins; https://www.reykjanesbaer.is/is/thjonusta/menntun-og-fraedsla/serfraedithjonusta/foreldrafaerninamskeid

Þá er verið að leggja lokahönd á stutt kynningarmyndbönd (glærukynningar með hljóði) þar sem veittar eru frekari upplýsingar um námskeiðin. Markmiðið er að birta myndböndin á vef Reykjanesbæjar.


Skráning á námskeiðið er í gegnum mittreykjanes.is

Frekari upplýsingar um námskeiðið veitir Kristín í síma 421-6700 og með tölvupósti kristin.g.reynisdottir@reykjanesbaer.is

© 2016 - Karellen