news

Umferðaskólinn

09. 05. 2019

Í vikunni fengu elstu krakkarnir heldur betur góða heimsókn. Þau Anna og Krissi lögga kíktu á þau með Umferðaskólann ásamt jafnöldrum barnanna af leikskólanum Velli.

Þau Anna og Krissi fóru yfir það hvernig ætti að bera sig að í bílnum og umferðinni. Öruggasti staðurinn fyrir börn í bílum er aftur í. Börn eiga að sitja í þar til gerðum bílstólum þar til þau hafa náð 135 cm hæð og mega alls ekki sitja fram í fyrr en þau eru orðin fullorðin eða 150 cm. Eitt sam þarf alltaf að muna eftir er að spenna bílbeltið. Aldrei má setja bílbeltið undir hendina eða fyrir aftan bakið, þá verndar það ekki eins og það á að gera.

Þegar börn eru úti að leika er lang best að vera á þar til gerðum leikvöllum og alls ekki á bílastæðum eða götunni. Einnig ef að þau eru úti að ganga að þá eiga þau að labba á gangstéttum og ver sem lengst frá götunni. Þegar það þarf að fara yfir götu skal stoppa líta til beggja hliðar og hlusta mjög vel eftir bílum, því í dag eru komnir rafbílar sem eru mjög hljóðlátir. Ef enginn bíll er skal ganga rösklega (frekar hratt) yfir. Ef það er bíll að nálgast þarf að bíða eftir að hann fari fram hjá eða stöðvar. Þá er gott að ná augnsambandi við bílstjórann, þá geta börnin verið viss um að bílstjórinn hafi séð þau og ganga svo yfir, rösklega. Lang best er að fara yfir á merktri gangbraut með gangbrautarljósum.

Nú er sumarið á næsta leiti og margir búnir að draga fram hjólin sín. Á hjóli þarf alltaf að vera með hjálp og þarf hann að smell passa á höfuðið og sitja rétt til þess að hann virki rétt. Hjálmurinn skal sitja ofan á höfðinu svo hann verndi bæði enni og hnakka, og ruggi ekki til og frá. Einnig er mikilvægt að böndin séu strekkt þannig að aðeins sé fingurbreidd frá hökunni að smellunni.

Eftir fræðsluna sýndu þau börnum skemmtileg myndbönd þar sem umferðarsnillingurinn Erlen segir frá því hvernig best sé að haga sér við ákveðnar aðstæður í umferðinni. Hér er hægt að horfa á myndböndin: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/uti-i-umferdinni/27606

Og í lokinn fengu svo allir litabók til þess að taka með sér heim.

Takk kærlega fyrir komuna!

© 2016 - Karellen