news

Tónlist með börnum

29. 09. 2021

Hjá okkur í Skógarási fara öll börn í tónlistartíma í viku hverri.Hún Hafdís okkar heldur utan um tónlistartímana og flakkar á milli deilda með hljóðfærin. Í tónlistartímanum vinnum við með söng og hljóðfæraleik.Börnin fá að prufa hin ýmsu hljóðfæri og skapa sína eigin tónlist.Þetta er þróunarverkefni skólaárið 2021-2022 og fengum við styrk frá skólaþróunarsjóði Reykjanesbæjar í verkefnið. Við höfum keypt inn þó nokkuð af skemmtilegum hljóðfærum sem börnin fá að leika sér með og upplifa takt, hryn og mismunadi blæ.Við hlökkum til þessa skemmtilega verkefnis, að leika okkur með hljóðin og efla í leiðinni hljóðkerfisvitund barnanna og undirbúa þau enn betur fyrir lífið.

© 2016 - Karellen