Þorrablót

18. 01. 2019

Í dag héldum við þorrabólt. Allir krakkarnir komu saman í flotta salnum okkar og áttu notalega stund saman. Við sungum nokkur vel valin þorralög og starfsmennirnir léku fyrir börnin leikritið um Búkollu.

Svo í hádeginu var boðið uppá þorramat. Hangikjöt, slátur, harðfisk og sviðasultu sem börnin á Lóu hjálpuðu til við að gera.
© 2016 - Karellen