news

Tannverndarvikan

07. 02. 2019

Kæru foreldrar, nú er tannverndarvikan gengin í garð.

Í þessari viku munum leggja meiri áherslu á vitundarvakningu um tannheilsu barna en meira er um tannskemmdir meðal íslenskra barna en sambærilegra hópa í nágranna­löndunum.

Við munum ræða um góðar venjur varðandi mataræði og munnhirðu bæði heima og í leikskólanum. Mikilvægt er að börnin læri að þeim líður vel með hreinar og heilbrigðar tennur.

Almennar ráðleggingar mæla með tannburstun að lágmarki tvisvar á dag, eftir morgunverð og mjög vel áður en farið er að sofa á kvöldin. Foreldrar gegna lykilhlutverki í tannhirðu barna sinna en samvinna heimila og leikskóla getur stuðlað að enn betri tannheilsu barna og þar með að betri tannheilsu síðar á ævinni.

Einnig viljum við minna á að tannlæknaþjónusta fyrir börn yngri en 18. ára er gjaldfrjáls og greidd niður af Sjúkratryggingum Íslands. Aðeins þarf að borga komugjald einu sinni á 12 mánaða fresti og er það 2500 kr.

Landlæknir hefur tekið saman og gefið út bæklinga um tannvernd barna á íslensku, ensku og pólsku. Einnig hafa verið útbúin stutt myndbönd, á sömu tungumálum

Tannvernd upplýsingar

Íslenska

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11845/ISLENSKA_LOKAUTGAFA.pdf

English

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item18717/tannvernd_ENSKA.pdf

Polski

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item18637/POLSKA_tannvernd.pdf

Myndbönd um tannhirðu á íslensku

3-6 ára börn

https://www.youtube.com/watch?v=rSfaTo8N7V8&list=PL3D1947ABAB2B9AA2&index=4&feature=plpp_video

0-3 ára börn

https://www.youtube.com/watch?feature=player_detailpage&v=cvhQOkfUy4A

Videos about dental hygiene in english

3-6 year old kids

https://www.youtube.com/watch?v=RpqIVVKNSKI

0-3 year old kids

https://www.youtube.com/watch?v=PB663crEjak&feature=youtu.be


Filmy o higienie jamy ustnej

Dzieci w wieku 3-6 lat

https://www.youtube.com/watch?v=eyUE8EVJ5mQ&feature=youtu.be

Dzieci w wieku 0-3 lat

https://www.youtube.com/watch?v=sOrLDsqrylU&list=PLC590E4517C20370A&index=1&feature=plpp_video


© 2016 - Karellen