news

Tannverndarvika

13. 02. 2021

Í síðustu viku var tannverdavika. Þá lögðum við sérstaka áherslu á umræður og verkefni tengd tannumhirðu. Sungum lög um tennurnar, lagið um Ruggutönina var mjög vinsælt.

Einnig lásum við og horfðum á söguna um Karísu og Baktus, sem bjuggu í munninum á honum Jens.

Tannálfarnir komu í stutta heimsókn og minntu börnin á að vera dugleg að borða hollan mat, drekka vatn og busta tennunar til þess að þær haldist nú fallegar og hvítar.

Við viljum minna ykkur foreldra á að mikilvægt er að kíkja með börnin reglulega til tannlæknis. Tannlækningar barna eru gjaldfrjálsar. Þessi réttur nær fram að 18 ára afmælisdegi hvers og eins. Aðeins þarf að greiða 2500 króna komugjald á ári. Til þess að fá tannlækningar barna fríar þarf að hafa skráðan heimilistannlækni.

Góða helgi.

© 2016 - Karellen