news

Sumarönn 2020

13. 05. 2020

Nú er að leikskólastarfið að komast á gott skrið eftir hert samkomubann, en samt með óhefðbundnum hætti þar sem að sumarönnin okkar er hafin. Á sumarönninni brjótum við upp hefðbundið skólastarf og reynum að færa sem mest af okkar kennslu út fyrir veggi leikskólans, svo lengi sem veður leyfir. Því er gott að minna á hér að þar sem að veðuraðstæðu hér á landi eru sí breytilegar að þá er gott að hafa flísföt, pollagalla og stígvél, tvö pör af húfu og vettlingum, til dæmis mis þykk allt af í hólfunum. Einnig auka föt. Svo að allir geta notið þess að vera úti.

Á Spóa og Lóu er sameiginlegt hópatarf í gangi fyrir hádeigi. Börnin fá að velja á milli 4 hópa sem hafa allir sitt þema. Einn hópur fer í vettvangsferðir þvers og kruss um bæinn og kannar nærsamfélagið okkar. Íþróttahópurinn fer einnig eitthvað út af skólalóðinni í allskonar æfingarferðir. Listasmiðjuhópurinn heldur sig við leikskólann og vinnur ýmiss verkefni tengdum myndlist, leiklist og söng. Að lokum er svo hópur sem kallast frjáls leikur, sá hópur er á leikskólalóðinni og fær þar tíma til þess að njóta lóðarinnar í minni hóp en venjulega og einnig er boðið upp á ýmislegt nýtt og spennandi dót sem er ekki í boði öllu jafna, líkt og sápukúlur, stultur og krítar.

Á Kríu og Krumma er einnig verið að leggja áherslu á meiri útiveru og fer einn hópur frá þeim í stutta vettvangsferð á hverjum degi. Fara þau í stuttan göngutúr um hverfið og er læra þau heilmikla lífsleikni í því, líkt og vera í röð, fara eftir fyrirmælum og umferðareglum. Einnig er þetta góð æfing fyrir þau.

Þau hafa einnig verið að duglega að brjóta uppá daginn með allskonar spennandi verkefnum. Eins og til dæmis um daginn voru börnin á Kríu að mála á móti hvort öðru á plastfilmu sem var búið að festa á milli borðfóta. Þeim þótti þá rosalega gaman.

Vettvangsferð í Skessuhellir, morgunhressingin borðuð úti.

Íþróttaferð út á gólfvöll. Allskonar hlaupaleikir æfðir.

Listasmiðjuhópurinn aðstoðar Björk að klippa greinar á trjánum á lóðinni. Greinarnar verða svo nýttar í allskonar listaverk.

Hér er verið að ganga á stultum í frjálsum leik.

Vettvangsverð í Kópu, fjöruna í Innri Njarðvík.

Hér er verið að undirbúa kartöflu ræktun. Börnin fara svo með Björk og setja þær niður þegar þær verða tilbúnar.

Íþróttaferð í skrúðgarinn við Njarðvíkurskóla.


© 2016 - Karellen