news

Sumarhátíð og útskrift

16. 06. 2020

Í dag héldum við sumarhátíðina okkar og útskrifuðum elstu börnin. Foreldrafélagið bauð uppá hoppkastala og skemmti atriði fyrir börnin. Hann Lalli töframaður kom og sýndi allskonar skemmtileg töfrabrögð.

Í hádeginu var svo boðið uppá dýrindis pítsu frá snillingunum okkar í eldhúsinu.

Svo eftir hádegi var útskriftar athöfn fyrir flottu krakkana okkar sem eru að fara í grunnskóla. Áttu þau yndislegastund með kennurum og foreldrum í hátíðarsal Keilis. Sungu þau nokkur lög við undirspil frá Hrafnkatli, föður Fanneyjar. Einnig voru tvö börn með stutta ræðu. Útskriftabörnin fengu svo gjöf frá foreldrafélaginu og rós.

Til hamingju með áfangann krakkar og gleðilegt sumar!

© 2016 - Karellen