news

SNAG á sumarönn

21. 05. 2019

Nú er sumarönnin okkar hafin, þá er allri hefðbundnari kennslu lokið og leikskólastarfið fært eins mikið út og veður leyfir.

Einn þáttur sem við höfum sett mikinn kraft í er SNAG-golf. Það hefur verið í boði fyrir elstu börnin eftir hádegi.

SNAG stendur fyrir Startin New At Golf. Þar er farið yfir undirstöðu atriði í golfi, líkt og hvernig eigi að halda á kylfunni og hvernig eigi standa til að slá kúluna. Settar eru upp mismunandi þrautabrauti til þess að æfa mismunandi tækni.

Með SNAGinu erum við ekki einungis að hugsa um hreyfiþáttinn. Í SNAGinu er mikið samspil málörvunar og stærðfræði. Mikil orðaforða aukning kemur með allskonar nýjum orðum sem fylgja golfinu og stigagjöfin er ólík öðrum íþróttum, því hann vinnur sem fær fæst stig.
Einnig er þetta góð æfing í að hlusta og fara eftir fyrirmælum og kurteisi. Öllum ber að þakka samspilurum sínum fyrir leikinn með handabandi og bíða meðan hinir gera.

Stefnan er svo sett á það þegar líður á sumarönnina að fara með hópana út á golfvöllinn hér við hliðin á og taka nokkrar holur.

© 2016 - Karellen