news

Listahátíð barna í Reykjanesbæ 2020

03. 06. 2020

Listahátíð barna í Reykjanesbæ er orðinn fastur liður í skólastarfi á öllum skólastigum hér í bæ og hefði hátíðin átt að vera núna í maí, en vegna Covid-19 og tilheyrandi samkomubanni að þá var brugðið á það ráð að hafa hana rafræna, ef svo má segja, í ár. Þar sem að flestir sem taka þátt í hátíðinni höfðu nú þegar byrjað og sínum verkefnum. Stjórnendur listahátíðarinnar og myndatökumaður komu í heimsókn og skoðuðu listaverkið og tóku myndir og myndbönd af elstu börnunum segja frá sögunni og verkefninu.
Eftir heimsókina var farið með yngri börnin að skoða listaverkið.

Þemað í ár var þjóðsögur og ævintýri, við hér á Skógarási völdum okkur frekar óþekkta þjóðsögu úr nærliggjandi sveit, eða Höfnum. Þjóðsagan um Finngálkn, sem er afkvæmi kattar og tófu og var talin ástæða þessa þegar kindur hurfu af sveitabæjum á þessu svæði. Reyndu menn að drepa þetta kvikindi en ekkert gjékk fyrr en einn maður tók uppá því að maka ein hellu við Ósabotnana með hunangi. Rann dýrið á lyktina og var svo upptekið að sleikja helluna að maðurinn náði að skjóta það. Síðan hefur þessi hella verið kölluð Hunangshella.

Elsu börnin í leikskólanum teiknuðu öll tillögu að hvernig verkið ætti að vera og svo var ein teikning valin með lýðræðislegum hætti og unnið með hana. Öll börnin í leikskólanum tóku þátt á einn eða annann hátt við gerð listaverksins.

Hér er svo hægt að sjá myndbandið sem var sett saman frá heimsóknum til allra leikskólanna í Reykjanesbæ: https://www.facebook.com/listasafnreykjanesbaejar/posts/3048468485192371

© 2016 - Karellen