news

Lestrarstund til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur

15. 04. 2020

Í dag á Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands afmæli. Hún fagnar níræðisaldrinum og í tilefni þess ákváðum við í leikskólanum að lesa fyrir börnin bókina um Vigdísi, fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og kynna þeim þannig fyrir þessari merku konu.

Vigdís Finnbogadóttir var fjórði kjörni forsetti Íslands, en jafnframs fyrsta konan til þess að gegna þessu embætti hér á landi og í heiminum. Sigur hennar í forsetakosningunum sumarið 1980 var mikill sigur í jafnréttisbaráttunni. Henni er mjög annt um íslenska tungu og umhverfismál, eins og okkur.

Við sendum innilegar hamingjuóskir til Vigdísar á þessum merka degi. Til hamingju með afmælið.

© 2016 - Karellen