news

Jólakveðja

22. 12. 2020

Í desember höfum við brallað margt skemmtilegt svona í aðdraganda jólanna ásamt því að leggja áherslu á það að njóta hverra stundar og róglegs umhverfis.

Við höfum verið með sameiginlegar söngstundir þvert á leikskólann.

Bakað piparkökur.

Eysteinn faðir Ísoldar Emmu á Spóa las jólasögu fyrir elstu börnin í gegnum fjarfundabúnað.

Við höfum föndrar allskonar jólaföndur og listaverk.

Fórum í strætóferð með heitt kakó og piparkökur að skoða Aðventugarðinn í Keflavík. Vorum meira að segja það heppinn að strætóbílstjórinn slökkti ljósin í strætónum svo við gætum notið allra jólaljósanna á leiðinni þangað. Gaman að sjá hvað margir bæjarbúar eru búnir að skreyta mikið.

Einnig vorum við með hátíðar hádegisverð, þar sem við fengum hangikjöt, kartöflur, uppstúf, laufabrauð og annað meðlæti.

Að gefnu tilefni viljum við minna á jólalokun leikskólans, en leikskólinn verður lokaður á milli jóla og nýars. Leikskólinn lokar 23. desember kl 16:15 og mun opna aftur mánudaginn 4.janúar 7:45.

Nú fer jólahátíðin heldur betur að nálgast og viljum við óska ykkur gleði og friðar um hátíðarnar. Munum að jólin er tími samveru, og sérstaklega núna þessa stundina með okkar allra nánustu í jólakúlunni okkar.

Takk fyrir samveruna á liðnu ári, gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Sjáumst hress í janúar!

© 2016 - Karellen