news

Í Skógarási vinnum við með SNAG en Hvað er SNAG golf?

19. 10. 2021

SNAG (Starting New at Golf) er frábært kennslukerfi sem ætlað er fyrir fólk á öllum aldri og hvaða getustigi sem er.

Það sem er svo gott við SNAG áhöldin er að þau henta mjög vel börnum þar sem ekki er mikil hætta á að þau meiðist því áhöldin eru úr plasti eða mjúkum efnum t.d. boltar eru mjúkir og kylfur eru úr plasti

SNAG felst í að nýta golfkennslusem leið til að læra í gegnum leik. Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (2011) er leikurinn órjúfanlegur þáttur bernskuáranna og hornsteinn leikskólastarfs. Þar kemur jafnframt fram að leikurinn kallar á félagsleg samskipti, tilfinningatengsl, hreyfingu og fjölbreytta notkun tungumálsins.

Í Skógarási erum við að leitast eftir því að auka fjölbreytileika í hreyfingu, með því að kynna íþróttagreinar og afþreyingarmöguleika sem börnin geta stundað til frambúðar

stuðla jafnframt að aukinni útivist barna, fjölbreyttari möguleikum á samvistum við fjölskyldu og brúa bilið milli kynslóða

SNAG – smell passar sem íþróttagrein inní læsis og stærðfræðiáherslur Reykjanesbæjar sem allir skólar á svæðinu vinna eftir.

stærðfræði – tölur, hringur með tölustöfum sem sýna hvar þú stendur, einnig þegar talin eru högg, rúllumark er einnig með tölustafi þar sem þau sjá númeraða svæðið sem þau hitta í

litir – á gripi á kylfum sem aðstoða þau við að læra rétt grip

einnig eru mismunandi litir á hringnum sem staðið er í og aðstoða þá sem ekki kunna kannski tölustafina og sama er með rúllumarkið þar sem litir merkja svæðin sem hitt er í

læsi -ákveðnar grunnstöður í golfinu vísa í bókstafi t.d. A og Y síðan seinna L – að lesa í umhverfið ( umhverfislæsi)

stuðlar að bættum hreyfiþroska, bæði gróf og fínhreyfingar

læra hugtök, orðaforða, þjálfa rýmisgreind, þjálfa einbeitingu, tillitssemi, kurteisi og drengskap í keppni með því að þakka fyrir leikinn með handabandi (olnbogi)

læra reglur og umgengni við áhöld t.d. ekki taka með sér kylfuna þegar farið er að ná í bolta

© 2016 - Karellen