news

Hreyfivika UMFÍ 2021 MOVE WEEK

02. 06. 2021

Nú stendur yfir hreyfivika UMFÍ, eða MOVE WEEK eins og hún þekkist á heimsvísu. Og tökum við þátt að vanda. Ásta Kata hefur skipulagt og sér um að börnin fái fjölbreytta hreyfingu inni og úti. Á mánudaginn var inniþrautabraut, í gær fóru börnin í stígvélakast og í dag var þrautabraut úti. Á morgun verður hjólbörurallý og á föstudaginn verður danspartý!

Einnig er búið að setja upp Hreyfiálf í hverri forstofu. Tilgangurinn með Hreyfiálfinum er að foreldrar skrái hreyfingu sem þau gera með börnum sínum á hverjum degi á miða og festa á vegg í leikskólanum. TÖKUM NÚ ÞÁTT OG GERUM HREYFIÁLFINN SEM STÆÐSTANN!
Dæmi um hreyfingu: hjólaferð – sund – leikir úti – gönguferð – golf – dans
Endilega verið dugleg að njóta útiveru og samveru með börnunum - þau eru með margar hugmyndir um hreyfingu.

© 2016 - Karellen