Gleðileg Jól

20. 12. 2018

Það er gaman að segja frá því að elsti og yngsti einstaklingurinn hér á Skógarási eiga sama afmælisdag. Þær Guðríður deildastjóri á Spóa og Telma Rós nemandi á Krumma, eiga báðar afmæli á Aðfangadag. Guðríður mun fagna þeim merka áfanga að verða sextug en hún Telma verður 2 ára. Til hamingju með afmælin ykkar og megi ykkur vegna vel.

Við á heilsuleikskólanum Skógarás viljum þakka fyrir góðar stundir á árinu og óska ykkur í leiðinni gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

© 2016 - Karellen