news

Formleg verklok í þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun í máli og læsi

02. 05. 2019

Í upphafi ársins 2017 tók fræðslusvið Reykjanesbæja þá ákvörðun að fara í samstarf við Ásthildi Bj. Snorradóttur, talmeinafræðing, um að leiða þróunarverkefni sem stuða skyldi að snemmtækri íhlutun varðandi börn með málþroskafrávik. Fimm aðrir leikskólar tóku þátt í þessu verkefni, þeir Gimli, Garðasel, Heiðarsel, Tjarnasel og Gefnarborg.

Hver leikskólastjóro tilnefndi tvær verkefnastýrur sem leiddu verkefnið í viðkomandi skóla. Þær Hólmfríður María Hjaltadóttir, deildastjóri á Lóu og Vilborg Jónsdóttir, sérkennslustjóri sáu um verkefnið hér ásamt dyggum stuðning þróunarteymisins í leikskólanum.

Markmið verkefnisins felur í sér að gera alla verkeferla skýra ásamt því að skýra ásamt skilgreingum á hlutverki starfsfólks. Einnig að stuðla að betri nýtingu á málörvunarefni leikskólanna og uppbyggingu málörvunarstundar.

Nú hafa þær lagt loka hönd á verkefnið og búið er að gefa út handbók sem inniheldur áherslur og markmið leikskólans, ásamt verkferlum og yfirlit yfir því málörvunarefni sem til er.
Áfram verður unnið með verkefnið og það þróað en frekar.

Til hamingju með verklokin!

© 2016 - Karellen