news

Foreldrafundur-Aðalfundur foreldrafélags

14. 10. 2019

Fimmtudaginn 10.október kl. 18.00 var öllum foreldrum/forráðamönnum skólans boðið á fund.


Ingibjörg Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar hóf fundinn á erindi varðandi hlutverk og mikilvægi foreldra í málörvun og læsisundirbúningi barna sinna.


Síðan kynntu þær Katrín Lilja og Ingibjörg Lilja verkefnið "Eco Tweet" sem er umhverfisverkefnið okkar sem skólinn fékk Erasmus+ styrk fyrir.


Eftir það var farið í kosningu foreldraráðs skólans og höfðu þau:

  • Hrafnkell Brimar Hallmundsson pabbi Fanneyjar á Spóa
  • Ásdís Eckard mamma Christophers á Spóa
  • Hrönn Magnúsardóttir mamma Maríu Zöhru á Lóu

gefið kost á sér aftur og voru þau sjálfkjörin, þar sem enginn annar bauð sig fram. Við bjóðum þau formlega velkomin og hlökkum til samstarfsins.


Síðan var Aðalfundur foreldrafélagsins, en stærðsta mál fundarins var lagabreytingar, þar sem lög félagsins voru orðin úrelt að hluta og kominn tími á að uppfæra. Tillögur af lagabreytingunum voru allar samþykktar. Kosið var í nýja stjórn foreldrafélagsins:

  • Ragnheiður Guðmundsdóttir mamma Óla Péturs á Lóu
  • Ella Rún Jósefsdóttir mamma Matthíasar Mána á Lóu

gáfu kost á sér áfram

  • Sunna Kristín Gunnlaugsdóttir mamma Eniku Hildar á Spóa
  • Jón Oddur Jónsson pabbi Snædísar á Spóa, Emilíu á Kríu og Matthildar á Krumma
  • Elísabet Kristín Bragadóttir mamma Emmu Lífar á Spóa og Eriku Rúnar á Lóu

buðu sig fram og skipa þau fjögur stjórnina á þessu skólaári og óskum við þeim til hamingju og hlökkum til samstarfsins.

Hólmfríður Ósk Guðmundsdóttir hafði verið í stjórn síðustu 2 ár og þökkum við henni fyrir sitt framlag.


Að lokum fór fram Happdrætti SKÓLA, þar sem allir foreldrar sem mættu á fundinn fóru í pott og var nafn eins foreldris dregið út í lokin og fær viðkomandi felld niður leikskólagjöld fyrir eitt barn í einn mánuð. Að þessu sinni var það hann Hrafn pabbi Elenu Mistar sem fær felld niður leikskólagjöldin hennar í næsta mánuði og óskum við þeim til hamingju.

© 2016 - Karellen