news

Foreldrafundur 18. september

20. 09. 2018

Á þriðjudagskvöldið fór fram foreldrafundur þar sem farið var yfir nokkur atriði sem varða stefnu skólans og verkefni komandi skólaárs. Eins og þið kannski vitið, þá erum við heilsueflandi grænfánaleikskóli og er aðaláhersla þessa skólaárs að aðlaga starfið okkar og stefnu að nýju og breyttu skólaumhverfi.

En einnig erum við með tvö ný þróunarverkefni sem falla öll vel að stefnu skólans. Fyrst ber að nefna nýtt Erasmus+ verkefni sem heitir "Eco Tweet" og miðar að því að efla umhverfisvitund og umhverfisábyrgð í gegnum STEM (Science, Technology, Engineerin & Mathematics) verkefni. Er þetta verkefni unnið í samstarfi við leikskóla í Tyrklandi, Eistlandi, Grikklandi, Noregi og Svíþjóð.
Annað verkefnið sem við erum að taka inn er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti sem kallast Vinátta. Starfsmenn sátu námskeið seinasta starfsdag í þessu kennsluefni og erum við mjög spennt að byrja að vinna með það.

Nýtt foreldraráð og foreldrafélag voru einnig kynnt til starfa.

Í foreldraráðinu eru Ásdís Eckard, foreldri á Spóa, Hrafnkell Brimar Hallmundarson, foreldri á Spóa, Björn Davíð Kjartansson, foreldri á Lóu og Hrönn Magnúsardóttir, foreldri á Kríu.

Í stjórn foreldrafélagsins eru Hólmfríður María Hjaltadóttir, deildastjóri á Lóu sem tengiliður skólans, Hólmfríður Ósk Guðmundsdóttir, foreldri á Kríu, Ragnheiður Guðmundsdóttir, foreldri á Krumma, Isabel Diana Jaskolski, foreldri á Krumma, Ella Rún Jósefsdóttir, foreldri á Krumma, Björn Davíð Kjartansson, foreldri á Lóu og Katrín Jóna Jóhannsdóttir, foreldri á Spóa.

Einnig var dregið úr foreldrahappadrættinu, en þeir sem mættu á fundinn settu nafn barna sinna í pott og sá sem var dreginn fær feld niður skólagjöldin fyrir næsta mánuð. Og var það hann Eymundur Sveinar Arnórsson sem var dreginn út.

Og að lokum viljum við benda ykkur á að á þessari síðu er fullt af góðum fróðleik fyrir ykkur að lesa og ef ykkur finnst eitthvað ábótarvant við síðuna látið okkur endilega vita.

Hér má sjá krakkana af Spóa í vettvangsferð þar sem þau voru að skoða náttúruna umhverfis okkur sem er einn af þáttum nýja Erasmus+ verkefninu okkar.

© 2016 - Karellen