news

Dagur stærðfræðarinnar

07. 02. 2019

Dagur stærðfærðarinnar.

Þann 1. febrúar var dagur stærðfærðarinnar. Við buðum uppá mismunandi stærðfræðiverkefni á hverri deild og var börnum frjálst að flakka á milli og taka þátt í því sem var í boði á hverri deild. Í lokinn vorum svo með sameiginlega söngstund á sal þar sem sungið var nokkur vel valin lög með stærðfræði ívafi og starfsmenn sýndu sína bestu leikaratakta.

Á Spóa var Beebot stöð og risa parís. Á Lóu var þrautabraut og stöð þar sem að þau köstuðu tening og áttu að nota dropateljara til þess að ná í jafn marga dropa og teningurinn sagði. Á Kríu var talnapúsl sem varð að dreka og tappaflokkun, þar sem börnin fengu mismunandi fyrirmæli um hvað þau áttu að finna. Á Krumma var verið að telja perlur og raða glösum með mismikið af vatni í rétta röð, lítið-meira-mest. Einnig var tekið fram allskonar kubbar og annað föndur.

© 2016 - Karellen