news

Dagur leikskólans

07. 02. 2019

Dagur leikskólans

Þann 6. Febrúar var dagur leikskólans. Þetta er í 12 sinn sem hann er haldinn. En þennan dag árið 1950 voru fyrstu samtök leikskólakennara stofnuð. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.

Við hér á Skógarási ákváðum að halda uppá daginn þannig með að bjóða foreldrum barna á leikskólanum að koma í vinnusmiðju þar sem lagt var upp með að búa til leikföng úr endurvinnanlegum efnivið, sem er einnig hluti af Erasmus+ verkefninu okkar EcoTweet. Gaman var að sjá hvað margir mættu. Ímyndunaraflið fékk að leika lausum hala og það urðu til mörg falleg leikföng meðal annars bílar, dúkkur, dúkkurúm, flugvél og margt fleira. Það skapaðis mjög gott og skemmtileg andrúmsloft þar sem að samskipti milli foreldra voru mikil.

© 2016 - Karellen