news

Dagur íslenskrar náttúru - grænn dagur

17. 09. 2021

Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur hjá okkur í Skógarási. Farið var í vettvangsferðir þar sem elstu börnin á spóa gróðursettu tré í skógarlundinum okkar sem er fyrir neðan vatnstankinn. Tré voru keypt fyrir styrk sem skólinn hlaut frá Kadeco. Skógarlundinn erum við með í fóstri sem hluta af grænfána verkefni skólans og við munum gróðursetja þar tré næstu árin og fegra umhvefið. Börnin nutu sín vel við verkefnið mokuðu mold og settu niður tré og dáðust að útkomunni. Yngri börnin á Lóu og Spóa fóru um okkar nánasta umhverfi í kringum skólann okkar og týndu rusl sem varð á vegi þeirra og þegar heim var komið var ruslið viktað og kom í ljós að ruslið var 3.8kg. Allir sælir og ánægðir með daginn og þáttöku sína í að fegra okkar nánasta umhverfi.

© 2016 - Karellen