news

Blær mætti með Brunavörnum Suðurnesja

17. 09. 2021

Í dag fengum við góða leynigesti í heimsókn til okkar þegar Brunavarnir Suðurnesja komu á slökkvilisðbíl og sjúkrabíl með sírenum og bláum ljósum sem vakti mikla athygli hjá börnunum. Með í slökkviliðsbílnum var bangsinn Blær sem allir fengu að gjöf þar sem við hefjum formlega vináttuverkefni Barnaheilla í dag. Vináttuverkefnið er forvarnaverkefni gegn einelti fyrir börn 0 - 9 ára, ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla, frístundaheimilum og dagforeldrum. Verkefnið felst í útgáfu námsefnis sem ætlað er börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki, námskeiðum fyrir starfsfólk og stuðningi við skóla. Kennarar í Skógarási hafa sótt námskeið hjá Barnaheillum til að undibúa þetta verkefni. nánar má lesa um verkefnið á https://www.barnaheill.is/is/forvarnir/vinatta/fyr...

Blær verður staðsettur í leikskólanum og verðr til staðar fyrir börnin þegar þau þurfa knús og huggun þá geta þau náð í bangsann sinn. Við þökkum Brunavörnum fyrir góða heimsókn og hlökkum til að vinna að þessu góða verkefni.

© 2016 - Karellen