news

Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn 22.febrúar

05. 03. 2021

Eins og þið vitið þá búum við í fjölmenningarsamfélagi og hér á leikskólanum erum við með börn og starfsfólk frá nokkrum löndum.

22. febrúar síðast liðinn héldum við uppá Alþjóðlega móðurmálsdaginn með því að bjóða börnum að koma með bækur á sínu móðurmáli til að sýna hinum börnunum.

Hér má sjá nokkrar bækur sem börnin komu með, hér höfum við íslenskar, sænska, rússneska og pólska bækur.

Einnig kom hún Nesma, sem vinnur á Lóu og Spóa í sparifötum frá sínu heimalandi, Alsír.

Börnunum þótti mjög gaman að segja frá og kynnast öðrum tungumálum.

© 2016 - Karellen