news

Allt komið á flug eftir jólafrí.

01. 02. 2021

Jæja, þá ert allt starf komið í réttan farveg eftir gott jólafrí. Lubbi er farinn að kenna okkur hljóðin og börnin að kanna hina ýmsu kima umhverfisins.

Gaman er að segja frá því að á föstudaginn seinasta fóru börnin af Spóa og nokkur frá Lóu í tveggja tíma vettvangsferð niður í Njarðvík. Fyrst tóku þau strætó. Svo var gengið um og leikið sér, borðað morgunhressinguna úti og labbað svo til baka upp í leikskóla.

Þeim þótti þetta mjög gaman og nutu þau sín í botn í fallega veðrinu.

© 2016 - Karellen