news

Vikufréttir 5-8 maí

12. 05. 2020

Gleðin var mikil að hitta aftur vini sína og fá að leika með allt dótið sem hafði verið sett til hliðar útaf smithættu en var svo tekið fram aftur í vikunni.

Í þessari viku var Lubbi að kenna okkur um mjúka G eins og í saga.

Telma vinkona okkar færðist upp á Lóu í vikunni og Erik Freyr byrjaði hjá okkur.

Þessa vikuna höfum við verið að fara í stuttar vettvangsferðir og munum halda því áfram næstu vikur. 3-4 nemendur fá að fara í hvert skipti ásamt nokkrum vinum okkar af Kríu.

Veðrið hefur verið gott svo við höfum verið lengur í útiveru og munum halda því áfram ef veðrið leikur við okkur áfram.



© 2016 - Karellen