news

Vikufréttir 11-15 maí

15. 05. 2020

Í þessari viku erum við búin að vera mikið í útiveru, haldið áfram að fara í vettvangsferðirnar okkar og einnig verið á leiksvæðinu okkar.

Þar sem barnahátíðin verður ekki haldin í ár settum við upp listaverkin inn í hreyfisal. Þangað kíktum við svo á listasýningu og ræddum aftur um þjóðsöguna um Finngálkn sem er fyrirmyndin okkar í verkefninu.

Lubbi hefur verið að kenna okkur stafinn Æ og höfum við fengið nýtt orð sem byrjar á stafnum Æ á hverjum degi.

Við höfum verið að syngja lögin: 5 litlir apar, Kalli litli kónguló, lagið um kóngulóna með 8 fætur, Lagið um brunabílinn, lagið um fiskana tvo, litalagið, lagið um dagana og mánuðina og afi minn og amma mín.




© 2016 - Karellen