news

Vikufrétt 8. - 11. apríl

11. 04. 2019

Þessa vikuna hefur Lubbi verið að kenna okkur hljóðuð hl . Við lásum söguna í Lubbabókinni þar sem mikið af hl orðum voru í sögunni og skoðuðum myndirnar í bókinni og fundum fullt af orðum sem byrjuðu með hljóðinnu hl eins og Hlaupa, hlæja, hlusta og hlébarði.

Lóa kom til okkar í heimsókn í vikunni og ekki voru þau einu óvæntu gestirnir heldur kom hann Örvar hundastrákur og þótti okkur frábært að fá þau öll til okkar.

Skárum munstur í karteflur og stimpluðum og út kom þessi fína páskamynd.

Við erum að læra um tré og tilgang þeirra fyrir bæði heiminn og fólkið.

© 2016 - Karellen