news

Vikan 26. - 30. nóv

30. 11. 2018

Í þessari viku var Lubbi að kenna okkur hljóðið G. Við lærðum lag sem Lubbi kenndi okkur það sem G kom mikið við sögu og síðan settum við fullt að skemmtilegum orðum í pokan okkar.

Orð vikunar voru: gala, gos, gulrót og gras.


Í vikunni fórum við í listasmiðju og fengum að mála rauðan jólasvein og setja hvítt bómullarskegg á hann. Einnig vorum við að leira og vorum við að æfa okkur að rúlla leirnum.

Við fórum í hreyfisalinn og fengum að hafa frjálst þar sem við vorum að hoppa, skríða, kasta bolta og dansa.

Síðasta föstudag 23. nóvember, fengum við að að sjá leikrit frá Spóa deildinni. Þau sýndu okkur leikritið Greppikló og þótti börnunum þetta ótrulega skemmtilegt.


Takk fyrir skemmtilega viku og góða helgi.

© 2016 - Karellen