news

Vikan 19. - 22. febrúar

22. 02. 2019

Í þessari viku var Lubbi að kenna okkur hljóðið Áá. Lubbi kennir okkur alltaf skemmtilegt lag með hverju hljóði og einnig tákn sem er alltaf gaman að læra.

Orð vikunnar voru: Ávextir, Ás, Álft, Árabátur og Ánamaðkur.

Við fórum 2x í hreyfisalinn til Ástu í leikfimi. Það þykir alltaf mjög vinsælt að fara í hreyfisalinn og þar sem veðrið er búið að vera leiðinlegt í vikunni og mikil hálka úti þá fengum við að fara í staðinn í hreyfisalinn að leika frjálst.

Einnig fórum við til Bjarkar í listasmiðjuna þar sem við fengum að mála skemmtilega myndir sem hanga uppá vegg hjá okkur inná deild.

Við gerðum margt skemmtilegt í vikunni:

- bjuggum til gulan leir

- máluðum mynd með stimplum

- sóttum nýjar bækur á bókasafninu til þess að hafa inná deildinni okkar

- fórum í göngutúr inná aðrar deildir

- við æfðum okkur að klippa pappír

Við viljum minna á stærðfræðisprettinn sem eru í gangi og koma nýja spurningar á hverjum degi sem þið megið endilega svara með börnunum.

Takk fyrir skmmtilega viku og góða helgi.




© 2016 - Karellen