news

Jólafrétt

22. 12. 2020

Í byrjun desember bökuðum við piparkökur þar sem börnin fengu að skera út piparkökur með ýmsum formum. Við föndruðum ýmislegt tengt jólunum og skreyttum deildina m.a. gerðum við eitt stórt jólatré með því að nota hendurnar. Á morgnana sá deildin Spói um söngstund en vegna Covid þá tókum við þátt í söngstundinni í gegnum tölvuna. Við hlustuðum mikið á jólatónlist og sungum jólalög í samverustund. Einn daginn fengum við heitt kakó, piparkökur og mandarínur í nónhressingu og hangikjöt og meðlæti í hádeginu sem kallaði svo sannarlega á jólin.

25139-webservice-5fc7b08971015.jpg

Krummabörnin fóru í strætóferð með Kríu. Í strætóferðinni skoðuðum við jólaljósin út um gluggann sem börnunum þótti spennandi. Strætóferðin endaði á Krossmóanum í Njarðvík þar sem við fórum inn, skoðuðum jólatré og jólaskraut og borðuðum epli. Börnunum þótti þessi ferð mjög skemmtileg og ekki skemmir það hvað þau voru ótrúlega dugleg í þessari ferð.

20031-webservice-5fdb614922934.jpg

Við á Krumma óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og sjáumst hress og kát á nýju ári!

© 2016 - Karellen