news

Föstudagsfréttir

29. 11. 2019

Góðan daginn

Þessi vika er búin að æða áfram eins og svo oft og ýmislegt sem við höfum verið að bralla saman.

Við gerðum tilraunir með hvort hlutir sökkvi eða fljóti. Þá sköpuðust skemmtilegar umræður um skip, kafbáta og skútur.

Krakkarnir bjuggu til pappamassa og settu hann í form. Við ætlum svo að vinna meira með formin, líklega í næstu viku.

Í dag fórum við í heimsókn til vina okkar á Lóu og sungum með þeim. Við sungum meðal annars jólalög sem við erum að byrja að æfa. Með heimsókninni á Lóu var hringnum lokað og við búin að syngja með öllum deildum . Í desember ætlum við svo að hittast meira öll saman á leikskólanum og syngja jólalög.

Lubbi var að kenna okkur stafinn L í þessari viku. Við lærðum orðin Lóa, lús, ljós, lita og lás.


Takk kærlega fyrir vikuna.


© 2016 - Karellen