news

Föstudagsfréttir

08. 11. 2019

Þessa vikuna er Lubbi búinn að vera að kenna okkur stafinn Ee. Orðin okkar voru epli,egg, eðla, eldur og enni.

Fyrri hluta vikunnar var veðrið gott og nýttum við okkur það í að vera lengi úti og einhverja daga var meira að segja hægt að hoppa í pollum sem var mikið stuð.

Í listasmiðju á þriðjudaginn vorum við að gera sjálfsmyndir sem hanga inn í stofu hjá okkur.

Á mánudaginn og miðvikudaginn fórum við eins og venjulega í hreyfisalinn að gera allskonar æfingar og hopp.

Í dag var veðrið svo leiðinlegt að við ákváðum að vera með bíó og buðum vinum okkar á Kríu að koma yfir til okkar og horfa með okkur.


Takk fyrir vikuna og góða helgi.



© 2016 - Karellen